Snyrtibraut FB er 30 ára og hélt brautin uppá afmælið með síðdegisboði þar sem fyrrum nemendum og samstarfsaðilum var boðið að koma að skoða nýuppgerða aðstöðu brautarinnar og þiggja veitingar og hlýða á ljúfa tónlist. Á brautinni sem er sú eina á landinu eru nú um eitthundrað nemendur og sex kennarar.