Keppnin – Snilldarlausnir Marel – fer nú fram í fimmta sinn en markmiðið er sem fyrr að gera sem mest virði úr einföldum hlutum. Hlutir fyrri ára hafa m.a. verið herðatré, pappakassi og dós. Í ár er hlutur ársins flaska. Helstu upplýsingar um keppnina má finna hér.

Engar sérstakar takmarkanir eru settar, enda markmið keppninnar að leyfa hugmyndafluginu að ráða för.

Í því felst eftirfarandi:

  • Lausnin þarf að innihalda a.m.k. eina flösku. Þær mega vera fleiri.
  • Lausnin má innihalda aðra hluti, en munið að keppnin snýst fyrst og fremst um að auka virði flösku.
  • Tegund og stærð flösku skiptir ekki máli. Það má vera plastflaska, glerflaska, álflaska, o.s.frv. af hvaða stærð sem er.
  • Flaskan má koma úr hvaða iðnaði sem er (gosflaska, ilmvatnsflaska, flaska fyrir hreinsiefni, o.s.frv.)

 

Taktu hugmyndina upp á myndband og sendu inn.

Myndbandið má mest vera 3 mínútur að lengd.

Einn eða fleiri saman í hóp, ekkert hámark.

Taktu þátt því í boði eru vegleg verðlaun!

Skilafrestur er til 3. mars og hugmyndum er skilað á síðunni http://snilldarlausnir.is/taktu-thatt/.

Verðlaun í þremur flokkum:

  • Snilldarlausnin 2014: Skaparinn (farandverðlaunagripur), iPad mini frá iSímanum, 100.000 kr. og gjafakörfu frá Ölgerðinni
  • Líklegast til framleiðslu: Sérstök viðurkenning Samtaka atvinnulífsins, ásamt 50.000 kr. og gjafakörfu frá Ölgerðinni
  • Besta myndbandið: 50.000 kr. og gjafakarfa frá Ölgerðinni

 

Ásamt ofangreindum verðlaunum mun Marel standa fyrir facebook myndbandakeppni þar sem vinsælasta lausnin fær 50.000kr ásamt gjafakörfu frá Ölgerðinni.

Hér má sjá kynningarmyndband um keppnina.

Nemendur eru hvattir til að taka þátt, tengiliður FB er Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri.

agu@vu2016.carl.1984.is