Afrakstur frumkvöðlabúðanna sem haldnar voru í FB í október hefur nú litið dagsins ljós.

Nemendur úr nokkrum framhaldsskólum unnu saman í hópum og sköpuðu nýjar vörur fyrir Sjávarklasann sem er samheiti yfir nokkur sprotafyrirtæki í sjávarútvegi.

Margar góðar hugmyndir kviknuðu í  frumkvöðlabúðunum og meðal annars varð til vörumerkið UGGI sem stendur fyrir smjörhnífa sem líta út eins og fiskar.

Þær Hallfríður Elín Pétursdóttir  og Urður Pálína Reynisdóttir nemendur FB voru á meðal frumkvöðla  í UGGA-hópnum ásamt Söru Blöndal úr FÁ.

Þær kynntu smjörhnífinn sinn á jólamarkaði Sjávarklasans á dögunum og fengu mjög góðar móttökur og hefur þeim verið boðið að taka þátt í jólamarkaði Reykjavíkurborgar á Ing