Aðalbyggingar við Austurberg 5

  • Önnur og þriðja hæð er eitt svæði. Gengið inn og út um aðalinngang við Austurberg.

Á annarri hæð eru stofur 21-28, 201-213 og 251-256, skrifstofur skólans og námsráðgjöf.

Á þriðju hæð eru stofur 32-38, 301-309, 307-309, 312 og 351-356, bókasafn og námsver.

Í stofum 21-28 á annarri verður opin aðstaða til að sinna fjarnámi eða öðru námi og er það auglýst fyrir framan hverja stofu hverju sinni. Þessi aðstaða er einnig í boði á bókasafni og námsveri á þriðju hæð. Mjög mikilvægt er að nemendur mæti aðeins í húsnæði skólans í þær kennslustundir sem kennarar hafa boðað þá í. Aðrar kennslustundir eru í fjarnámi. Námsver og aðstaða til að sinna námi utan kennslustunda er aðeins fyrir þá nemendur sem eru að bíða eftir næstu kennslustund í skólahúsnæðinu. Nemendur sem hafa lokið námi sínu í skólanum hvern dag fara strax út úr skólabyggingunum.

  • Fyrsta hæð skiptist í tvö svæði.
  1. Nemendur sem eru að fara í stofur 11-18 ganga inn og út um inngang á móts við Breiðholtslaug.
  2. Nemendur sem eru að fara í kennslustundir í matsal nemenda eða í stofum 101-113 ganga inn og út um neyðarútgang í matsal á móts við Breiðholtslaug.

Verk- og listnámshús við Hraunberg 6

  • Verk- og listnámshús við Hraunberg 6 eru tvö svæði.
  1. Nemendur á húsasmiðabraut ganga inn og út um fyrri innganginn (frá Hraunbergi séð).
  2. Nemendur í listnámi ganga inn og út um seinni innganginn (frá Hraunbergi séð).

Almennt um ferðir milli svæða og innan þeirra

  • Skólabyggingunni er skipt niður í ákveðin svæði en vegna fjölbreytileika skólans þurfa nemendur að fara eitthvað á milli þessarra svæða.
  • Nemendur fara aldrei á milli svæða nema til að fara í næstu kennslustund eða til að sækja stoðþjónustu í skólanum t.d. námsráðgjöf, bókasafn eða námsver.
  • Þegar farið er á milli svæða er fyrst farið út um þann inngang sem komið var inn um og gætt að sóttvörnum bæði þegar gengið er út og inn um innganga.

Dæmi: ef nemandi sem sækir kennslustund á 1. hæð og þarf að fara á 2. eða 3. hæð í kennslustund þarf hann að fara aftur út um þann inngang sem hann kom inn um og fara inn um þann inngang sem tilheyrir 2. og 3. hæð og gæta ítrustu sóttvarna þegar hann fer út og inn. Viðeigandi sóttvarnarbúnaður verður við inngangana.

  • Öll hópamyndun á göngum eða í öðrum rýmum skólans er stranglega bönnuð.
  • Mikilvægt er að nemendur fylgi leiðbeiningum sem koma fram við inn- og útganga og á göngum.
  • Gangar eru einungis til að fara á milli stofa og á þeim gildir hægri reglan.
  • Nemendur noti þau salerni sem eru innan þess svæðis sem þeir eru staddir á hverju sinni eins og kostur er.