Skilmálar Bóksölu nemenda N.F.B.

Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Bóksala nemenda N.F.B., kt. 690186-1799, Austurbergi 5, 111 Reykjavík

Almennt
Sala á bókum og öðrum námsgögnum er eingöngu ætluð félagsmönnum NFB.
Bóksalan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Greiðslumöguleikar
Í vefverslun er boðið upp á að greiða með bankamillifærslu og greiðslukorti.
Þegar um millifærslu er að ræða hefur kaupandi sólarhring frá því að pöntunin er gerð til þess að ganga frá greiðslu í gegnum banka. Ef greiðsla ekki móttekin innan þess tíma mun pöntunin eyðast.
Hægt er að staðgreiða með debetkorti frá Íslandsbanka. Vefverslun Bóksölunnar notar örugga greiðslugátt frá Borgun á Íslandi.

Afhending vöru
Pantanir eru alla jafna afhentar á skrifstofu FB. Það tekur í flestum tilvikum 1-2 daga að fá vöruna í hendur eftir að pöntun er móttekin.
Ef varan óskast send þá bætast við pökkunar- og flutningsgjöld og er henni dreift af Íslandspósti. Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts gilda þá um afhendingu vörunnar. Bóksalan ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Bóksölu nemenda í FB og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Rafbækur og aðrar rafrænar vörur
Öll kaup á vörum sem eru afhentar rafrænt (með niðurhalshlekk) eru endanleg um leið og greitt hefur verið fyrir vöruna. Slíkar vörur fást ekki endurgreiddar nema ef um gallaða/skemmda vöru er að ræða.

Netverð
Verð á netinu geta breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í Bóksölu nemenda FB ekki alltaf í vefverslun.

Skattar og gjöld
Bóksala nemenda N.F.B. er undanþegin virðisaukaskatti skv. lögum um virðisaukaskatt.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.