Nú er lokun skólans komin til framkvæmda og skólinn lokaður.

Framkvæmd fjarkennslu/fjarnáms/dreifnáms er algerlega í höndum hvers kennara og þeir eru þeir einu sem geta svarað ykkur. Sendið þess vegna póst á þá til að fá svör.

Við viljum hvetja ykkur til að sinna náminu næstu vikurnar því lokunin er ekki frí, við þurfum að breyta framkvæmd kennslunnar og að loknum þessum fjórum vikum höldum við áfram í skólanum. Þessar aðstæður eru náttúrulega alveg fordæmalausar svo ekkert okkar veit hvernig við eigum að gera hlutina og erum öll að prófa okkur áfram, þið líka.

Ef þið eruð kvíðin eða viljið ræða við einhvern þá eru náms- og starfsráðgjafarnir til viðtals í síma eða tölvupósti á daginn:
Elísabet Vala, evg@fb.is, 570 5603
Guðbjörg námsráðgjafanemi, 570 5616
Ólöf Helga, ohth@fb.is, 570 5617
Sesselja, sep@fb.is, 570 5635
Einnig verður Hanna Ásgeirsdóttir, hna@fb.is, 570 5604, til viðtals til að veita upplýsingar um námsaðstoðina.
Notfærið ykkur endilega þessa þjónustu.

Ekki skrá veikindi í Innu þessar vikurnar. Viðveran er í höndum kennaranna og þeir segja ykkur hvað þið þurfið að gera og hvernig þið eigið að snúa ykkur.

Vonandi tekst okkur að komast yfir þetta erfiða tímabil í sameiningu og þannig að við getum horft til baka og verið sátt við það hvernig við leystum málin.

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,
Stefán Andrésson,
aðstoðarskólameistari FB