Skólaárið 2019-2020 fór fram tilraunaverkefni í FB í samstarfi við Soroptimistaklúbb Reykjavíkur. Verkefnið fólst í að bjóða konum af erlendum uppruna á sjúkraliðabraut einstaklingsmiðaða námsaðstoð á fjarfundum. Áhersla var lögð á að draga úr þeim hindrunum sem nemendahópurinn mætir vegna tungumálsins. Einnig gerði verkefnið nemendum kleift að læra heima en jafnframt að fá aðstoð á sama tíma. Verkefnið mæltist vel fyrir og hefur fengið eftirfarandi kynningu á vef evrópskra Soroptimista:

Á myndinni má sjá þær Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara og Hönnu Ásgeirsdóttur sérkennara í FB sem stýrðu verkefninu ásamt fulltrúum Soroptimista. Við þökkum Sooptimistaklúbbi Reykjavíkur fyrir árangursríkt samstarf.