Í áfanganum er fjallað um sögu 20. aldar. Fjallað er um helstu atburði aldarinnar og kafað dýpra í þá heldur en gert var í SAG 2036. Sérstök áhersla er lögð á sögu síðustu ára og áratuga. Nemendur læra um þróun heimsmála, þekki sögulegan bakgrunn þeirra atburða sem hæst ber í samtímanum og geri sér grein fyrir stöðu Íslands í samfélagi þjóða. Áhersla er lögð á að nýta sjónvarpsefni, kvikmyndir og Netið og að nemendur læri að nýta sér ólíkar heimildir til að vinna verkefni og skrifa ritgerðir þannig að þeir verði betur búnir undir nám á háskólastigi.