Sæludagur FB verður þann 6. mars. Á sæludegi er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst kostur á að velja sér ýmsa viðburði. Sjá nánar á www.saeludagar.is. Þann 7. mars verður árshátíð nemendafélags skólans á Hard Rock Cafe. Árshátíðarmatur NFB verður á undan ballinu í matsal skólans. Þá býðst nemendum ókeypis far með rútu upp í FB að ballinu loknu.