Sæludagur verður miðvikudaginn 6. mars. Nemendur skrá sig til leiks á síðunni www.saeludagar.is. Fyrir hvern viðburð sem nemandi skráir sig í, og mætir í, fær viðkomandi mínus 4 fjarvistarstig sem verða felld niður í lok annar. Nemendur skólans sjá um skipulag og framkvæmd þessa viðburðar með liðsinni félagsmálafulltrúa skólans. Þess má geta að nemendur tölvubrautar hönnuðu og settu upp sæludagavefinn.