Sæludögum FB er nýlokið. Dagskráin var fjölbreytt og boðið var uppá yfir 100 viðburði. Má þar meðal annars nefna fjölbreyttar námsstofur, Dale Carnegie, paintball, körfubolta, safnaferðir og ferð í Bláa lónið.

Sæludögum lauk með árshátíðarmat og árshátíð nemenda. Árshátíðarmaturinn var að þessu sinni haldinn í matsal FB og heppnaðist einstaklega vel, nemendur skreyttu salinn og fengu Sirkus Íslands til að skemmta.

Á sjálfri árshátíðinni sem tókst mjög vel skemmti Páll Óskar á sinn einstaka hátt. Skemmtunin fór vel fram og var nemendum og nemendafélaginu NFB til mikils sóma.