Á Sæludögum FB er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur taka þátt í fjölbreyttum viðburðum innan húss sem utan. Sæludagar eru 2. og 3. mars og er skipulagðir af nemendum og ættu allir að geta fundið eitthvað skemmtilegt og áhugavert við hæfi hvers og eins. Nemendur skrá sig inn á www.saeludagar.is með kennitölu. Nemendur  fá 4 fjarvistarstig dregin frá fyrir mætingu á hvern viðburð. Samtals er hægt að frá 16 fjarvistarstig dregin frá. Skráningu lýkur á hádegi (kl 12:00) mánudaginn 28. febrúar. Í lok Sæludaga verður söngkeppni FB haldin í matsal FB kl 20:00. Sjá nánar í tölvupósti frá félagsmálafulltrúa.