Rithöfundurinn Emil Hjörvar Petersen heimsækir okkur í fundargatinu 7. nóvember kl. 12:40 í Sunnusal. Þar ræðir hann um fantasíuskrif á íslensku og les upp úr verkum sínum. Hann er einn helsti brautryðjandi furðusagna á Íslandi. Á næstu dögum kemur út skáldsagan Nornasveimur sem er þriðja bókin í glæpafantasíuseríu sem Sagafilm þróar nú sjónvarpsþáttaröð eftir.
Fyrri bækurnar, Víghólar og Sólhvörf, hlutu einróma lof gagnrýnenda. Bækurnar fjalla um hliðstæðan veruleika þar sem yfirnáttúrlegar vættir eru raunverulegar, og huldumiðillinn Bergrún Búadóttir og dóttir hennar Brá þurfa að takast á við sakamál sem tengjast vættum, kynngi og dulrænum öflum.
Emil ræðir meðal annars um það hvernig íslenskur furðusagnahöfundur starfar, hvernig hann nýtir þjóð- og goðsögur og hvernig hann hefur þróað stílinn og röddina fyrir fantasíur á íslensku. Á meðal fyrri verka Emils er skáldsagnaþríleikurinn Saga eftirlifenda, sem er umfangsmikil saga um æsina sem lifðu af Ragnarök.​ Allir velkomir á meðan húsrúm leyfir.