Ráðstefna um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum var haldin  í FB í dag, föstudaginn 20. september.

Menntamálaráðherrra Lilja D. Alfreðsdóttir flutti setningarávarp. Þá flutti Berglind Rós Magnúsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lykilerindið „ Allir í fjölskyldunni hafa farið í þennan skóla nema ég“: Skólaval, sjálfsmyndarsköpun og áskoranir nemenda í framhaldsskólum í borginni og á landsbyggðinni.  Alls viru flutt 30 erindi í málstofun auk lykilerindis.

Að ráðstefnunni stóðu: Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Skólameistarafélag Íslands, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Námsbraut Háskóla Íslands um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla, Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Rannsóknarhópur um starfshætti í framhaldsskólum. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna.

Á myndinni má sjá Elvar Jónsson skólameistara taka á móti menntamálaráðherra Lilju D. Alfreðsdóttur í skólanum í dag.