Próftafla dagskólans er tilbúin og er hana að finna í skjali hér á síðunni. Fyrsti prófdagur er fimmtudaginn 8. desember, aukapróf/sjúkrapróf verða miðvikudaginn 14. desember. Einkunnir verða opnar í Innu og prófsýning föstudaginn 16. desember kl. 11:00-12:00. Útskrift verður í Hörpu þriðjudaginn 20. desember kl. 14:00.