Kennslu lýkur miðvikudaginn 7. desember. Þá taka við prófadagar samkvæmt próftöflu 8. 9. og 12. desember. Þriðjudaginn 13. desember geta nemendur tekið lotupróf í samráði við kennara í viðkomandi áfanga og miðvikudaginn 14. desember eru sjúkrapróf/aukapróf (nemandinn þarf að hafa skráð sig í þau á skrifstofu skólans í síðasta lagi 12. desember).

  • Prófað verður í mötuneyti nemenda og í miðrými á þriðju hæð í C-álmu (stofur nr. 30). Að auki verða fjórar kennslustofur fyrir nemendur sem þurfa sérúrræði.
  • Athugið að síðasti séns til að skrá sig í sérúrræði er á morgun föstudag.
  • Nemandi þarf að koma með persónuskilríki með sér.
  • Nemendur eiga að koma tímanlega í próf og þurfa að sitja í 30 mínútur áður en hleypt er út. Síðan er hleypt út á hálftíma fresti þar til prófatíma er lokið.
  • Þegar nemandi yfirgefur prófastofu fer hann hljóðlega út og truflar ekki aðra próftakendur.
  • Athugið að símar og önnur snjalltæki eru með öllu óheimil.
  • Prófstjóri er Stefán Benediktsson.