Opið hús fyrir grunnskólanema, foreldra og forráðamenn þeirra verður mánudaginn 26. febrúar kl.  17-19 í matsal nemenda. Eldri nemar, kennarar, náms- og starfsráðgjafar, áfangastjóri og skólastjórnendur verða á staðnum til ráðgjafar. Hægt er skoða skólann og kynna sér starfsemi allra fimmtán brauta skólans, fræðast um félagslíf skólans og móttöku nýnema. Opið verður á bókasafninu og vinnustofu nemenda. Þá verður Fablab Reykjvíkur opið og þar er meðal annars hægt að kynnast því hvernig stafræn tækni er notuð í tengslum við námið í FB.