Þann 26. febrúar frá kl.17:00-19:00 verður opið hús hjá okkur í matsal nemenda.
Stjórnendur, náms- og starfsráðgjafar og fagstjórar verða til viðtals á staðnum og gefa allar upplýsingar um námið, námsbrautir, námsframboð, kennslu og aðstöðu til náms í FB. Þá mun nemendafélagið sýna gestum skólann. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir.