Miðvikudaginn 20. febrúar verður opið hús í FB frá kl. 17-18:30. Nemendur og starfsfólk skólans taka vel á móti gestum og kynna alla námsmöguleika skólans, félagslíf og aðstöðu til heimanáms. Opið verður í Smiðjunni við Hraunberg þar sem húsasmiðabraut og hluti myndlistarbrautar hefur aðstöðu. Þá verða ýmsar stofur opnar sem og bókasafnið og lesstofa. Kaffi, kleinur og ávaxtasafi í boði. Nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra eru sér