Námsver FB er staðsett inn af bókasafni skólans. Umhverfið er bjart og fallegt og þar ríkir kyrrð og ró. Allir nemendur skólans eru velkomnir í námsver. Þar geta þeir til dæmis klárað heimanám, fengið afnot af fartölvu til notkunar á staðnum og leitað ráða varðandi nám og skipulag þess. Nemendur sem eru með námsvanda og geta sýnt fram á hann með greiningu geta fengið aðstoð við prófatöku í námsveri, eins og lengri próftíma, upplestur og aðstoð við ritun. Einnig er hægt að fá aðstoð í sérstökum greinum, aðgang að ýmsum forritum sem eru gagnleg við nám og leiðbeiningar varðandi notkun á þeim. Umsjón með námsveri hefur Sunneva Filippusdóttir og henni til aðstoðar eru kennarar úr ýmsum greinum skólans. Netfang Sunnevu er suf@vu2016.carl.1984.is.