FB hefur verið ötull þátttakandi í Eramus+ verkefnum undanfarin ár. Alþjóðleg samskipti auka víðsýni, efla skilning á mikilvægi tungumálakunnáttu og gefa nemendum og starfsfólki tækifæri á að kynnast lífi og starfi í útlöndum. Nú tekur FB þátt í nýju Erasmus+ samstarfsverkefni byggt á gömlum grunni svokallaðra evrópskra frumkvöðlabúða. Þátttakendur eru nemendur og kennarar frá verkmenntaskólum í Finnlandi, Noregi, Portúgal og Ítalíu. Nýja verkefnið heitir á ensku “ European Voice of Tomorrow“ og hefst það formlega í byrjun árs 2022. Nýverið var haldinn undirbúningsfundur  í Portugal og fóru þær Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri og alþjóðafulltrúi, Þórdís Steinarsdóttir bókssafns- og upplýsingafræðingur og Sigríður Ólafsdóttir listnámskennari á fundinn. Á myndinni má sjá þær stöllur fyrir framan samstarfsskóla okkar Escola Comércio Lisboa. Með þeim á myndinni er Catarina Esménio verkefnisstjóri Portúgals.