Skólinn mótar nú stefnu um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á skólafundi 11. mars flutti Sævar Helgi Bragason erindi fyrir nemendur sem nefnist Hvað getum við gert? Umfjöllunarefnið var sjálfbærni og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Að loknum fyrirlestri unnu nemendur í hópum þar sem aðgerðir og úrbætur voru ræddar. Nú hafa niðurstöður fundarins verið teknar saman og sendar nemendum í tölvupósti. Skólinn hefur nú þegar hrint helstu umbótatillögum í framkvæmd og annað komið í ferli.