Í dag var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf við World Class. Samningurinn felur í sér að nemendur sem skráðir eru í íþróttir í skólanum hafa aðgang að World Class heilsuræktarstöðinni og Sundlaug Breiðholts alla virka daga milli kl. 8:00 og 16:00. Samningurinn gildir á haustönn 2018. Upplýsingar um nemendur verða sendar til World Class og geta nemendur sótt þar um að verða skráðir í stöðina. Semningurinn er gerður til þess að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar og að nýta eyður í stundatöflunni til að fara í sund eða ræktina. Við biðjum nemendur að ganga vel um stöðina þannig að FB og World Class haldi áfram þessu góða samstarfi um aukna heilsurækt nemenda. Á myndinni má sjá þau Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara og Ólaf Jóhannesson stöðvarstjóra frá World Class kampakát með nýja samninginn.