Lokaumferð í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi, um nemendafyrirtæki ársins fer fram miðvikudaginn 27. apríl.

Dómnefnd hefur valið 15 fyrirtæki af þeim 60 sem nemendur hafa stofnað í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla á árinu 2016.

Fyrirtækið WATT sem rafvirkjanemar FB stofnuðu er komið í 15 fyrirtækja úrslit. WATT  framleiðir  glasahaldara fyrir bíla sem bæði hitar og kælir.

Við óskum WATT góðs gengis í lokaumferð keppninnar.