Nokkrir nemendur FB fóru nýverið til Madridar á Spáni ásamt tveimur kennurum, þeim Auði Lorenzo spænskukennara og Huldu Hlín Ragnars félagsfræðikennara. Nemendurnir eru í þverfaglegum áfanga sem tengir spænsku og félagsfræði. Áfanginn heitir „Kynverur á Íslandi og í spænskumælandi löndum“. Markmið áfangans er að nemendur kynnist rétti einstaklinga á Spáni og í Rómönsku Ameríku og bera saman stöðu minnihlutahópa í þessum löndum miðað við á Íslandi. Í Madrid æfðu nemendur sig í að tala spænsku ásamt því að kynnast
borginni og menningu hennar. Farið var í Konungshöllina, Prado safnið, Santiago Bernabéu fótboltavöllinn og slakað á í sólbaði í Retiro garðinum svo eitthvað sé nefnt.  Það var ferðaskrifstofan Gaman Ferðir sem setti ferðina saman fyrir skólann. Það var mikil ánægja með ferðina og þennan nýja áfanga.