Velkomin á starfsbraut

Að hefja nám á starfsbraut

Tölvupóstur

Það er mikilvægt fyrir nemendur og kennara að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum. Þangað eru sendar mikilvægar upplýsingar sem varða nemendur og námið við skólann.

Mikilvægt er að láta vita um allar breytingar á tölvupósti nemenda og foreldra/forráðarmanna á netfangið starfsbraut@gmail.com

Morgunviðvera

Á starfsbraut er gæsla frá kl. 8:15-8:30 og eru nemendur hvattir til að mæta ekki fyrir þann tíma. Kennarar hafa eftirlit með gæslu í frímínútum og í hádeginu. Reynt er að fá nemendur til að fylgja þeim sem þurfa aðstoð í matsalinn á þessum tímum.

Skóladagatal

Allar helstu dagsetningar skólaársins má finna á forsíðu vefs skólans, www.fb.is, undir liðnum skóladagatal.

Stundatöflur og bókalistar

Hægt verður að sækja stundatöflur í upplýsingakerfi skólans (www.inna.is). Við hvetjum nemendur til að hafa töflurnar í símunum sínum en þau sem vilja geta fengið útprentuð eintök.

Bókalistar fylgja með töflum þeirra sem eru í almennum áföngum og einstaka áföngum á starfsbraut.

Helstu dagsetningar

  • Sjá nánar um mikilvægar dagsetningar á skóladagatali FB.

Stundatöflur og bókalistar

Stundatöflur og bókalistar eru aðgengileg í Innu upplýsingarkerfi skólans www.inna.is.

Kennslukerfin

FB notar kennslukerfið Innu. Kennarar veita nemendum upplýsingar um þessi kerfi í upphafi annar.

Morgunviðvera

Á starfsbraut er gæsla er frá kl. 8:15 – 8:30 og eru nemendur hvattir til að mæta ekki fyrir þann tíma. Kennarar hafa eftirlit með gæslu í frímínútum og í hádeginu. Reynt er að fá nemendur til að fylgja þeim sem þurfa aðstoð í matsalinn á þessum tímum.

Fyrsta önnin

Kennslukerfin

FB notar kennslukerfið Innu. Inna er einnig nemendabókhald skólans og þar geta nemendur sótt stundatöfluna sína, fengið upplýsingar um mætingar, einkunnir og námsframvindu.
Kennarar starfsbrautar veita nemendum allar upplýsingar um þessi kerfi og notkun þeirra í upphafi skólaársins.

Skráning og/eða úrsögn úr áföngum

Nýnemar í grunnnámi eru skráðir sjálfkrafa í áfanga fyrstu önnina. Einstaka nemendur eiga þess kost að byrja á því að fara í almenna áfanga. Á annarri önn fá nemendur tækifæri til að velja úr fjölmörgum valáföngum starfsbrautar með aðstoð kennara.

Skráning og úrsögn úr áföngum er einungis leyfð fyrstu kennsluvikuna.

Þjónusta og upplýsingar

Umsjónakennarar

Allir nemendur starfsbrautar fá umsjónarkennara sem þeir geta leitað til. Umsjónarkennarar fylgjast vel með námsframvindu og líðan nemenda í skólanum.

Náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar eru með skrifstofur gengt skrifstofum skólans.

Skrifstofa skólans

Starfsfólk á skrifstofu skólans á 1. hæð er ávallt reiðubúið að aðstoða nemendur og foreldra. Símanúmer skólans er 570 5600.

Skólagjöld

Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem fer inn á heimabankann og tilkynning um að greiðsluseðillinn sé kominn inn á heimabanka er send í tölvupósti. Greiðsla á skólagjöldum er staðfesting á skólavist. Ef ekkert tölvupóstfang er skráð hjá nemanda þá berst greiðsluseðill á pappírsformi í pósti á skráð heimilisfang viðkomandi.

Skólabyggingin

Skólinn opnar alla virka daga kl. 7:50

Tölvu- og tæknimál

Kerfisstjóri FB hefur umsjón með rekstri og viðhaldi á öllum tölvubúnaði skólans. Lendi nemendur starfsbrautar í vandræðum með tölvubúnað er best að byrja á því að hafa samband við kennara brautarinnar.

Snjallsímar

Snjallsímar eru eftir megni nýttir í kennslu á starfsbraut og áhersla lögð á að nemendur sýni ábyrgð við notkun þeirra. Mikilvægt er að símanotkun nemenda trufli ekki kennslu.

Spjaldtölvur á starfsbraut

Starfsbraut notar iPad spjaldölvur sem eru nýttar á fjölbreyttan hátt í kennslu. Nemendum er heimilt að koma með eigin spjaldtölvur til að nota í náminu.

Þráðlaust net (wi-fi)

Nemendur tengjast netinu sem heitir FB-nemendur. Þráðlausa netið er opið og það þarf ekki sérstakt lykilorð til að tengjast því.

Tölvupóstföng

Gert er ráð fyrir að nemendur noti sín eigin tölvupóstföng. Sérstaklega er mælt með gmail póstinum.

Ýmsar upplýsingar og þjónusta

Heimasíða skólans

Allar helstu upplýsingar um skólann, námið, félagslífið og þjónustu má finna á www.fb.is og á samfélagsmiðlum skólans.

Umsjónarkennarar

Nemendur á fyrsta ári hafa umsjónarkennara sem leiðbeinir þeim, fylgist með námsástundun þeirra, mætingum og árangri. Hann boðar nemandann og forráðamenn til viðtals við upphaf skólagöngunnar og oftar á fyrsta árinu ef þurfa þykir.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er á 1. hæð við gamla innganginn við Austurberg. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 8:00-15:00. Símanúmer skólans er 570 5600. Sjá nánar https://www.fb.is/skrifstofa/

Skólagjöld

Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem fer í heimabankann. Greiðsla á skólagjöldum er staðfesting á skólavist. Efniskostnaður bætist við einstaka brautir.

Náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar eru með skrifstofur gengt skrifstofum skólans við gamla innganginn við Austurberg. Sjá nánar https://www.fb.is/thjonusta/nams-og-starfsradgjof/

Bókasafn

Bókasafnið er á 2. hæð. Þar er einnig vinnustofa þar sem nemendur geta fengið námsaðstoð. Nemendur hafa 50 blaða prentkvóta á önn og hafa aðgang að tölvum og prentara á bókasafninu. Sjá nánar https://www.fb.is/thjonusta/vinnustofa-og-bokasafn/

Matsalur nemenda – Hungurheimar

Þar er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu eða borða nestið sitt. Skólinn býður nemendum ókeypis hafragraut á morgnana.

Nemendafélagið NFB

NFB er hagsmunafélag nemenda FB. Sjá nánari upplýsingar um nemendafélagið hér.