Þú ert hér:|Nám í kvöldskóla FB
Nám í kvöldskóla FB 2017-06-27T10:19:37+00:00

Námið í Kvöldskóla FB

 

Í kvöldskólanum er boðið upp á nám á húsasmiðabraut, rafvirkjabraut og sjúkraliðabraut. Einnig eru í boði valdir bóklegir áfangar sem nýtast bæði á verk- og bóknámsbrautum.  

Áfangar í boði

Innritun fer að mestu fram á netinu. Netinnritun er venjulega opnuð í byrjun desember fyrir vorönn og í byrjun júlí fyrir haustönn. Forinnritun fyrir nemendur kvöldskólans fer fram nokkru áður. Einnig er innritað í skólanum í upphafi annar, áður en kennsla hefst. Dagsetningin er tilkynnt á heimasíðu og auglýst í fjölmiðlum. Þar geta nemendur hitt fagstjóra og námsráðgjafa.

Innritun í Kvöldskóla FB

Innritun í Kvöldskóla FB fyrir haustönn 2017 hefst á heimasíðu FB laugardaginn 1. júlí.

Þann 17. ágúst verður innritun á staðnum frá klukkan 17:00 til klukkan 19:00. Þar munu fagstjórar, námsráðgjafar og áfangastjóri aðstoða nemendur við skráningu.

Hægt er að greiða með greiðslukorti og er mest hægt að skipta greiðslum í þrennt. Skiptingu fylgir lántökukostnaður og innheimtugjald. Gjald fyrir mat á fyrra námi kostar 3.000 krónur.

Gjaldskrá kvöldskóla

Ef nemandi skráir sig í áfanga sem fellur niður af einhverjum ástæðum, fær hann skólagjöldin endurgreidd að fullu. Geti nemandi, einhverra hluta vegna, ekki stundað nám í áfanga sem hann er skráður í, verður hann að láta vita með tölvupósti á kvold@vu2016.carl.1984.is  áður en kennsla hefst, annars getur hann ekki fengið endurgreitt.