Dagana 14. – 16. mars verður Íslandsmót iðn- og verk­greina og fram­halds­skóla­kynning í Laug­ar­dals­höll. FB verður með keppendur í rafvirkjun, húsasmíði og snyrtifræði. Þess má geta að í snyrtifræði erum við með 9 keppendur. FB og Fab Lab Reykjavíkur eru með sameiginlegan stóran kynningarbás. Við þökkum nemendum og kennurum á húsasmiðabraut fyrir aðstoð við uppsetningu á kynningarsvæðinu okkar. Þá munu nemendur, námsráðgjafar, áfangastjóri og kennarar veita upplýsingar um námið, stuðninginn og félagslífið í skólanum. Búist er við um 7000 grunnskólanemum á svæðið milli klukkan 9-15. Opið er fyrir almenning frá kl. 14-17 fimmtudag og föstudag. Laugardagurinn er fjölskyldudagur og þá er opið frá kl. 10-16. Í tengslum við viðburðinn hafa verið gerð nokkur kynningarmyndbönd um iðn- og verkgreinar. Birta María Laufdal Pétursdóttir nemandi okkar á sjúkraliðabraut tók þátt í myndbandinu um sjúkraliðanámið. Sjá hér.