Ágústa Unnur átti fund með fjármálastjóra og gjaldkera tékkneska skólans og farið var yfir fjármálin og hvernig skipulagi varðandi þau skuli háttað á meðan á verkefninu stendur. Skömmu síðar héldum við Íslandskynningu fyrir tékknesku nemana. Sögðum frá Íslandi og sýndum myndbönd og svöruðum spurningum áhugasamra nemenda. Eftir það fórum við í verklega kennslu á sjúkraliðabraut.

Eftir stuttan hádegisveð var neyðarlínan heimsótt. Fengum þar fyrirlestur um hvernig viðbragðskerfið er hjá þeim. En þau svara fyrir lögrelguna, slökkviliðið, sjúkrabílana, læknabílana og þyrluna, ásamt fjallabjörgunarsveitinni og eru í samskiptum við 112. Þau sinna öllu svæðinu í og og kringum Liberec og fá um 120-130 símtöl á dag. Að þessu loknu stóð til að skoða sjúkrabílana, en þeir fóru allir í útkall. Að því búnum fórum við í kynningarferð um borgina.