Afhending skjala til Þjóðskjalasafns

Unnið hefur verið að skjalastjórnun Fjölbrautaskólans í Breiðholti um skeið. Meðal verkáfanga skjalastjórnunar er afhending eldri skjala til Þjóðskjalasafns Íslands.

Þetta eru söguleg skjöl frá upphafi skólastarfsins árið 1975 til ársins 1990.  Í skjalasendingunni eru fundargerðir, skjöl úr málasafni varðandi forsögu skólans og starfsemi, námsferlar, umsóknir um skólavist, prófskírteini og einkunnir nemenda.

Skjölin verða varðveitt hjá Þjóðskjalasafni og verður hægt að fletta gögnunum upp í skjalaskrá sem aðgengileg er á heimasíðu safnsins (www.skjalasafn.is).

Fyrri mynd: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB fylgir úr hlaði fyrstu skjalasendingunni. Seinni mynd: Meðal þeirra sem koma að skjalastjórnun FB eru þau Víðir Stefánsson, aðstoðarskólameistari, Berglind Halla Jónsdóttir, áfangastjóri, Viðar Ágústsson, umsjónarmaður fasteigna, Alfa Kristjánsdóttir, upplýsingafræðingur og Ingibjörg Dís Geirsdóttir, fjármálastjóri skólans.