Vakin er athygli á sérstökum aðgerðum Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 vegna þjóðfélagsaðstæðna. 
1. Umsóknafrestur um námslán fyrir haustönn 2020 hefur verið framlengdur til og með 1.desember. 
 
2. „Ákveðið hefur verið að námsmenn geti óskað eftir því að tekjur sem aflað er á árinu 2020 vegna vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar og bakvarðarsveit lögreglunnar verði undanskildar og komi ekki til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanns skólaárið 2020-2021“.  
Sækja verður um lækkun tekna við útreikning námslána vegna launa við vinnu í bakvarðarsveit og vegna úttektar á séreignarsparnaði með því að senda tölvupóst á menntasjóður@menntasjóður.is
 
3. Þeir sem sækja um námslán eftir námshlé eða hafa ekki verið á námslánum á síðasta skólaári fá fimmfalt frítekjumark. “ Nánar hægt að lesa um frítekjumark í grein 7.2.1 í úthlutunarreglunum. 

Í úthlutunarreglum sjóðsins,  kafla 2.2.3 – Iðnnám, starfsnám og viðbótanám við framhaldsskóla á Íslandi má finna frekari upplýsingar um lánshæft nám í framhaldsskóla.