Nýr menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir valdi FB sem fyrsta skólann sem hún heimsækir eftir að hún tók við embættinu. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari tók á móti ráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins í gær.  Ráðherra kynnti sér námframboð skólans og þá sérstaklega listnáms-, iðn- og verknámsbrautir og spjallaði við starfsmenn. Þá skoðaði hún líka Fab Lab smiðjuna. Í lok heimsóknarinnar sagði ráðherra það ánægjulegt að fá tækifæri til að heimsækja skóla sem gerir list, iðn og verknámsgreinum hátt undir höfði en markmið ríkisstjórnarinnar er einmitt að efla sérstaklega þessar námsgreinar. Myndir frá heimsókninni má sjá á fésbókarsíðu skólans.