Þriðjudaginn 24. febrúar nk. mun Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra opna hið nýja E-Lab í rafvirkjadeild skólans. E-Labið er stafræn smiðja til hönnunar rafrása og opnar nýjar víddir í rafiðnakennslu. E-labið er sett á fót með stuðningi ráðherra og í samstarfi við Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.