Í dag var undirritaður samingur milli FB og Matfangs ehf um rekstur mötuneytis nemenda FB. Hægt verður að kaupa  heitan mat í hádeginu, matarmiklar samlokur sem gerðar eru úr grófu brauði og salötum, ávexti, salöt, mjólkurvörur, drykki og aðrar vörur. Við gerð matseðla verður stuðst við leiðbeiningar Lýðheilsustöðvar um matarræði í framhaldsskólum og boðið upp á hollan mat sem höfðar til þess aldurhóps sem stundar nám í skólanum.  Eingöngu er notað fyrsta flokks hráefni. Ókeypis hafragrautur verður í boði alla daga frá kl. 09:30 til kl. 9:50. Eingöngu verður boðið upp á vörur sem samræmast reglum skólans. Við bjóðum Matfang velkomið og hlökkum til samstarfsins. Á fyrri myndinni eru þeir Elvar Jónsson, skólameistari og Atli Kolbeinn Atlason, yfirmatreiðslumaður við undirritun samningsins. Á seinni myndinni eru auk Elvars og Atla Kolbeins þau Stefán Andrésson, aðstoðarskólameistari, Berglind Halla Jónsdóttir, áfangastjóri og Ingibjörg Dís Geirsdóttir, fjármálastjóri.