Tókum daginn snemma, skoðuðum okkur um í Prag, sáum klukkuna á Old Town Square slá 11 og gengum svo yfir Karlsbrú upp í Kastalann. Fengum okkur hádegisverð á leiðinni. Þá var haldið af stað til Liberec. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu héldum við kvöldverðarfund með kennaranum og námráðgjafanum Dönu og skólameistaranum Petru. Farið yfir skipulag vikunnar.