Fimmtudaginn 28. apríl verða útskriftarnemar á sjúkraliðabraut með erindi í Sunnusal frá kl. 10 – 15.

Allir eru hjartanlega velkomnir til að fræðast.

Nemendur flytja afar fjölbreytt erindi, m.a. um fíkniefnaneyslu unglinga, afleiðingar neyslu á meðgöngu, meðvirkni, hugræna atferlismeðferð, líffæragjafir, gjörgæsluhjúkrun, bráðahjúkrun, réttargeðdeild og slysó svo eitthvað sé nefnt.

20 fróðleg erindi eru á dagskrá.