Málstofuerindi útskriftarnema á sjúkraliðabraut verða haldin mánudaginn 6. maí kl. 17-18 í Sunnusal FB. Átta nemendur flytja áhugaverð erindi um margvísleg málefni eins og geðtengsl, langveik börn og fjölskyldur þeirra, líknandi meðferð, að flytja á öldrunarstofnun, fæðingarþunglyndi og margt fleira athyglisvert. Allir velkomnir!