Lýðræðisviku framhaldsskólanna er nú lokið. Lýðræðisvika hófst með heimsókn fulltrúa stjórnmálaflokka sem ræddu við nemendur og svöruðu spurningum um stefnumál sín. Þá voru haldnar svo kallaðar skuggakosningar. Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land.  Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 25. september. Það voru félagsmálafulltrúar skólans ásamt NFB nemendafélagi skólans sem skipulögðu lýðræðisvikuna.