Í byrjun ágúst mun Innoent á Íslandi verða með Litla uppfinningaskólann í húsnæði FB i samstarfi við skólann og FabLab Reykjavík.

Vegna þessa verða ungir hugvitsmenn skoppandi um gangana hjá okkur þegar skólinn opnar á ný og erum við spennt að sjá hvaða uppfinningar munu líta dagsins ljós hér innan veggja skólans.

 

INNOENT á Íslandi fæst við að þróa nýsköpunar- og frumkvöðlamenntanám fyrir alþjóðamarkað og hefur valdeflandi kennslufræði að leiðarljósi. Þar stýrir vilji og rödd „nemandans“ náminu og tekur hann þannig fulla ábyrgð á eigin skapandi hugsun og skapandi aðgerðum.