FB tekur þátt í Lífshlaupinu 2018, heilsu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lífshlaupið hófst miðvikudaginn 31.janúar og stendur til 20. febrúar. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er,  í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Embætti landlæknis ráðleggur  börnum og unglingum  að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.lifshlaupid.is . Við hvetjum nemendur og starfsfólk skólans til þess að taka þátt og stuðla þannig að heilbrigðari lífsháttum.