Senn lýkur þessari vorönn og er því tilhlýðilegt að minna á nokkra hluti.

Aukapróf/sjúkrapróf verða miðvikudaginn 18. maí á próftíma dagskólaprófanna.

Nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku í þessum prófum á skrifstofu skólans.

Án vitneskju um forföll nemenda eru ekki búin til aukapróf.

Seinni part sunnudaginn 22. maí verða einkunnir aðgengilegar í Innu.

Nemendur geta síðan skoðað prófúrlausnir sínar hjá kennurum mánudaginn 23. maí kl. 12-13, athugið breyttan tíma.

Kvöldskólanemendur geta skoðað sín próf kl. 18-19 mánudaginn 23. maí.

Á þriðjudagskvöldinu 24. maí kl. 18 verður æfing í Hörpu vegna útskriftarathafnarinnar og verða öll útskriftarefni að mæta.

Miðvikudaginn 25. maí kl. 14 verða skólaslitin í Silfurbergi Hörpu.

harpa_kvold