Leiklistarnámskeið verður haldið í FB í febrúar. Námskeiðið er fjölbreytt og verður þróað í samstarfi í leikhópinn. Farið verður yfir ýmsar gerðir spuna, trúðleik, sirkus og fleira.

Kennari er Andrea Ösp Karlsdóttir leikkona sem hefur komið víða við og kenndi meðal annars leiklistarnámskeið í FB á vorönn 2015.

Kennsla hefst þriðjudaginn 2. febrúar og þeir sem ljúka námskeiðinu fá tvær einingar fyrir það.

Kennsla verður í FB sem hér segir:

Þriðjudaginn 2. febrúar: 18:00-21:00

Miðvikudaginn 3. febrúar: 15:00-21:00

Þriðjudaginn 9. febrúar: 17:00-21:00