Leikfélag FB Aristófanes sýnir leikritið Hvíslararnir í Breiðholtsskóla þann 9. maí kl. 20. Með hlutverk í leikritinu fara þau Viktoría Gunnlaugsdóttir Söring, Kári Garpsson, Embla Sif Ólafsdóttir, Anita Rós Kingo Andersen og Erna Salóme Þorsteinsdóttir. Leikritið er stuttur gamanleikur eftir hinn ítalska Dino Buzzati í íslenskri þýðingu Guðnýjar Maríu Jónsdóttur. Leikritið fjallar um Lísu sem heldur framhjá Guðmundi sem lætur ekki bjóða sér það lengur. En það sem Guðmundur vill segja er ekki lengur á valdi hans. Höfundur plakatsins er Sara Halldórsdóttir nemandi á fata-og textílbraut. Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut aðstoðaði við tölvuvinnslu og teikningu. 

Allir velkomnir og frítt inn!