IÐAN fræðslusetur kynnir raunfærnimat í húsasmíði og fleiri greinum á opnum fundi þann 2. september kl. 17.00 að Vatnagörðum 20.

Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu þína.

Raunfærnimat í húsasmíði er fyrir einstaklinga 25 ára og eldri sem geta staðfest 5 ára fullt starf í iðninni með opinberum gögnum, svo sem lífeyrissjóðsyfirliti.

Allar frekari upplýsingar á http://www.idan.is/raunfaernimat