Við bjóðum forráðamönnum nýnema velkomin til kynningarfundar í skólanum þar sem við munum kynna skólann og sýna hvar og hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um skólastarfið. Í Sunnusal mun skólameistari Guðrún Hrefna Guðmundsdóttur flytja ávarp og fulltrúar nemendafélagsins munu segja nokkur orð. Þá verður stuttur aðalfundur foreldrafélgasins. Umsjónarkennarar taka á móti forráðamönnum í stofum og fara í gönguferð með þeim um skólann. Bókasafn skólans og námsver verður opið og er fólk hvatt til að líta inn. Að lokum verða óformlegar umræður yfir kaffi og meðlæti á kennarastofunni ásamt stjórnendum, námsráðgjöfum og félagsmála – og forvarnarfulltrúum skólans. Hlökkum til að sjá sem flesta.