Kæru foreldrar/forráðamenn

Við bjóðum ykkur velkomin til kynningarfundar í skólanum þann 9. september nk. kl. 17.30 þar sem við munum kynna skólann og sýna ykkur hvar og hvernig þið nálgist upplýsingar um skólastarfið og gengi barna ykkar í skólanum.

Dagskrá kvöldsins

Í matsal nemenda

  • Ávarp skólameistara, Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur
  • Ávarp fulltrúa foreldraráðs

 
Magnús Ingvason aðstoðarskólameistari kynnir umsjónarkennara sem vísa til stofu þar sem foreldrar og forráðamenn funda með þeim.

Gönguferð um skólann í fylgd umsjónarkennara

Bókasafn skólans og námsver verður opið og er fólk velkomið að líta inn

Á kennarastofu

Óformlegar umræður yfir kaffi og meðlæti. Auk ræðumanna og umsjónarkennara er þetta starfsfólk reiðubúið til viðræðna í kaffinu.

  • Ásgerður Bergsdóttir og David Paul Peter Nickel félagsmála-og forvarnafulltrúar
  • Berglind Halla Jónsdóttir áfangastjóri
  • Dagbjört L Bergmann verkefnisstjóri nemenda með íslensku sem annað mál
  • Elísabet Vala Guðmundsdóttir námsráðgjafi
  • Sigríður Anna Ólafsdóttir verkefnisstjóri framhaldsskólabrautar
  • Stefán Andrésson rekstrarstjóri
  • Sunneva Filipusdóttir námsversstjóri

 
Sviðsstjórar:

  • Guðrún H. Sigurðardóttir listnám
  • Gunnhildur Guðbjörnsdóttir bóknám
  • Stefán Rafnar Jóhannsson verknám
  • Ólöf Helga Þór nemendaþjónusta