Kæru kvöldskólanemar.
Nokkrar breytingar verða hjá okkur á vorönn sem rétt er að fjalla aðeins um. Í fyrsta lagi mun gjald fyrir hverja einingu hækka í kr. 8000. Þetta er talsverð hækkun, en óhjákvæmileg til að halda úti þeirri kennslu og þjónustu sem við erum vön. Í öðru lagi mun gilda sú regla að einungis greiðsla fyrir valda áfanga tryggir aðgang að þeim. Færri komast að en vilja í mjög marga áfanga í Kvöldskóla FB og hafa oft skapast vandræði þegar nemendur fá ekki pláss sem þeir töldu sig hafa tryggt með því að setja nafn sitt inn í skráningu án þess að greiða. Í þriðja lagi má nefna að allir áfangar í íslensku og ensku verða nú kenndir í lotum sem standa annars vegar frá viku 1 til 8 og hins vegar frá viku 9 til 16. Ýmsir áfangar á rafvirkjabraut verða einnig kenndir með sama formi, eins og gert hefur verið undanfarnar annir með góðum árangri. Að öllu þessu sögðu hlökkum við til að hitta ykkur á næstu önn.
Umsjónarmenn Kvöldskóla FB