Kvöldskóli FB hefur verið starfræktur frá 1981. Á vorönn 2015 verður boðið upp á 86 áfanga. Flestir áfangarnir eru á rafvirkjabraut, húsasmiðabraut og sjúkraliðabraut. Einnig er talsvert af bóknámsáföngum í boði á hverri önn.

 

Kennslutími er frá 17:20-22:20 fjögur kvöld í viku. Í kvöldskóla er farið hraðar yfir námsefni en í dagskóla og því mikilvægt að nemendur fylgist vel með og kynni sér kennsluáætlun. Ekki er mætingaskylda í Kvöldskóla FB, en nemendur verða að skila því sem krafist er í hverjum áfanga.