Kæru kvöldskólanemar.

Nú þegar hafa hátt í tvö hundruð skráð sig á netinu. Við munum vinna úr þeim umsóknum næstu daga og raða í hópa. Eðli málsins samkvæmt fá þeir sem skráðu sig snemma forgang inn í námshópa. Öllum tölvupósti verður einnig svarað næstu daga. Í næstu viku verður innritun hér í skólanum auglýst, en hún verður um miðjan mánuðinn. Þeir sem vilja ræða við námsráðgjafa áður en kennsla hefst geta hringt á skrifstofu FB og pantað tíma. Við ráðleggjum öllum sem eru tvístígandi eða vilja skipuleggja námslok að nýta sér þetta. Kennsla hefst síðan mánudaginn 24. ágúst. Starfsfólk okkar verður víða um skólann þann dag og dagana á eft