Allir nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti eru hjartanlega velkomnir í skemmtilegt kórstarf.

Stjórnandi kórsins er Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti við Fella- og Hólakirkju.

Við munum syngja fjölbreytta tónlist, nýja og gamla, íslenska og erlenda.
Kórinn mun koma reglulega fram í vetur og í vor heldur kórinn tónleika með vinsælum íslenskum söngvara.
Í febrúar mun kórinn syngja ásamt fleirum á æskukóramóti í Hörpu og einnig verður farin ferð út á land að hitta aðra kóra.
Þetta er kjörin leið til að kynnast félögum í skólanum og eiga skemmtilegar stundir saman,jafnvel kórpartý annað slagið .

Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 8. september klukkan 17.15 -18.45 í Fella- og Hólakirkju, u.þ.b. fimm mínútna göngufæri frá skólanum.

Ath. Söngreynsla ekki nauðsynleg, þið megið bara mæta hress og áhugasöm.

Þið getið haft samband við Arnhildi ef þið hafið einhverjar spurningar, hún er með netfangið arnhildurv@simnet.is